ÁRAMÓTAHUGVEKJA


Í Lúkasarguðspjalli, 2. kapítula, versum 25-35, stendur ritað:

Þá var í Jerúsalem maður, er Símeon hét. Hann var réttlátur og guðrækinn og vænti huggunar Ísraels, og yfir honum var heilagur andi. Honum hafði heilagur andi vitrað, að hann skyldi ekki dauðann sjá, fyrr er hann hefði séð Krist Drottins. Hann kom að tillaðan andans í helgidóminn. Og er foreldrarnir færðu þangað sveininn Jesú til að fara með hann eftir venju lögmálsins, tók Símeon hann í fangið, lofaði Guð og sagði:
,,Nú lætur þú, Drottinn, þjón þinn í friði fara, eins og þú hefur heitið mér, því augu mín hafa séð hjálpræði þitt, sem þú hefur fyrirbúið í augsýn allra lýða, ljós til opinberunar heiðingjum og til vegsemdar lýð þínum Ísrael.“
Faðir hans og móðir undruðust það, er sagt var um hann. En Símeon blessaði þau og sagði við Maríu móður hans: ,,Þessi sveinn er settur til falls og til viðreisnar mörgum í Ísrael og til tákns, sem móti verður mælt, og sjálf munt þú sverði níst í sálu þinni. Þannig munu hugsanir margra hjartna verða augljósar.“
Amen.

(Biblían, Heilög ritning – Gamla testamentið og Nýja testamentið, 1981, bls. 71-72).

Bæn: Ó, Guð mér anda gefðu þinn, er glæðir kærleik, von og trú,
og veit hann helgi vilja minn,
svo vilji‘ eg það, sem elskar þú.
(Sb. 1871 – Páll Jónsson)

Áramótin hafa nú gengið í garð. Árið 2010 er nú nýhafið, hin helga jólahátíða að baki, en Jesús Kristur dvelur enn hjá okkur, í öllum okkar aðstæðum. Hvers er að minnast frá liðnu ári? Skyn og skúrir skiptust á sem á öllum öðrum árum. Þjóðin gekk í gegnum miklar þrengingar; efnahagsþrengingar, sem til voru komnar, vegna þess að allt of mikið hafði verið haft að leiðarljósi sá fjársjóður, sem mölur og ryð fær eytt, - og bitnaði harðast á þeim, sem enga sök áttu á ástandinu, og mjög margir neyddust til að flytja af landi brott, til að geta brauðfædd sig og sína, - í stað þess að hafa hina kristnu kærleikstrú aldanna að leiðarljósi, byggða á konungi konunganna, konungi kærleikans, Drottni Jesú Kristi; en andlegur þáttur þessara þrenginga, hefur verið mjög vanmetinn. Ekkert huggar og styrkir í þessum aðstæðum sem öðrum sem trúin á Jesú Krist. Og minnumst ætið allra, sem sorgin hefur knúið dyra hjá og misst hafa ástvini sína, hvort sem er vegna veikinda eða slysfara, eða annarra harmleikja, enda hvert mannslíf óendanlega mikils virði, hverjar sem ytri aðstæður eru. Votta ég þeim öllum mína dýpstu samúð og allrar Guðs blessunar og huggunar.
En hér, eins og varðandi allt annað, sem fyrir kemur lífinu, er þess heldur ekki síður mikilvægara, að hafa að leiðarljósi þau gildi, sem byggjast á Drottni vorum Jesú Kristi.
Á áramótum leita alls kyns minningar á hug okkar, bæði gleðilegar og sorglegar. Séra Valdimar Briem segir m.a. í sálmi sínum:

En hvers er að minnast og hvað er það þá,
sem herlzt skal í minningu geyma?
Nú allt er á fljúgandi ferð liðið hjá,
það flestallt er horfið í gleymskunnar sjá.
En miskunnsemd Guðs má ei gleyma.
Hún birtist á vori sem vermandi sól,
sem vöxtur í sumarsins blíðum,
í næðingum haustsins sem skjöldur og skjól,
sem skínandi himinn og gleðirík jól
í vetrarins helkuldahríðum.

Hún birtist og reyniast sem blessunarlind
á blíðunnar sólfagra degi,
hún birtist sem lækning við‘ böli og synd,
hún birtist þó skærast sem frelsarans mynd,
er lýsir oss lífsins á vegi.
Ó, gef þú oss, Drottinn, enn gleðilegt ár
og góðar og blessaðar tíðir,
gef himneska dögg gegnum harmanna tár,
gef himneskan frið fyrir lausnarans sár
og eilífan unað um síðir.
(Sb. 1886 - Valdimar Briem)
(Sálmabók, 1972, bls. 97-98)

Hér kemur fram sá kærleiksboðskapur kristinnar trúar aldanna, sem aldrei má dvína, og lýsir inn í myrkan heim. Þessi kærleiksboðskapur er grundvöllaður á kærleikanum holdi klæddum, Jesú Kristi. Guð afklæddist dýrð himnanna í Syni sínum, og gjörðist maður, sem fæddist á hinum fyrstu jólum, af Heilgari Maríu Guðs móður, og kom og kemur þar með inn í allt okkar líf. Hann, sem gaf líf sitt á krossinum, fyrir alla, þig og mig. Krossinn og þjáningin eru framundan, en jafnframt fullnaðarsigur með upprisu Drottins vors Jesú Krists. Nú skiptir öllu að þjóð vor læri að þekkja sinn vitjunartíma. Opnum öll hjörtu vor fyrir Jesú Kristi og leyfum honum að kveikja á kertum þeim, sem til staðar eru í hjörtum okkar. Látum ekki vera slökkt á þeim, heldur leyfum eilífu ljósi Jesú Krists að lýsa þar. Hér er hjónabandið og heimilið hyrningarsteinn kristilegs og siðaðs mannfélags, grundvallað á bjargi aldanna, Drottni Jesú Kristi.
Heilagur Páll postuli sagði: ,,Því að lífið er mér Kristur og dauðinn ávinningur.“ (Filippíbréfið 1. kapítuli, vers 21). Lifum í þessari kristnu kærleikstrú aldanna, sem kynslóðir hafa lifað öld af öld. Og í hörmungum fyrri alda hélt þessi sáluhjálplega trú lífinu í fólkinu; gjörir það í raun enn þann dag í dag. „Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir.“ (Hebreabréfið, 13. kapítuli, vers 8). Þessi kristna kærleikstrú aldanna má aldrei, aldrei þverra; það varðar eilífa sáluhjálp.
Vér skulum vinna að því að varðveita hina kristnu kærleikans trú aldanna og ávexti hennar, eins og gert hefur verið öld af öld, annars væri kirkjan ekki til í dag, og er ekki síður nauðsynlegt í dag, í skeytingarleysi nútímans. Það er einmitt hin gamla og góða kærleikstrú aldanna, grundvölluð á bjargi aldanna, koningi konunganna, konungi kærleikans, Jesú Kristi. Meðal ávaxtanna er, að sjúkir hafa notið líknar, nær sem fjær. Og hér kemur kristniboðsskipunin skýrt inn í, í beinu framhaldi, að kristna allar þjóðir og gjöra alla að lærisveinum Jesú Krists. Órofa samhengi er milli kristniboðsins, og kristilegrar hjálparstarfsemi, nær sem fjær. Vinnum að því að svo verði áfram, gegn miskunnarleysi heimsins, sem þrengir mjög að þessari kristnu kærleikstrú aldanna og þeim ávöxtum, sem af henni leiða, og þá ekki síst þeirri líknsemi, sem varðar umönnun sjúkra og björgun mannslífa. Órofa samhengi er milli eilífrar sáluhjalpar mannsins, björgunar mannslífa, umönnunar sjúkra, og menntunar. Líknarþjónusta til handa þeim sjúku, er einn þessara ávaxta, en hún verður að hafa að leiðarljósi þau gildi, sem mölur og ryð fær ekki eytt, þeirri kærleikstrú aldanna, er varðar umönnun sjúkra og björgun mannslífa, grundvallað á lækninum góða, Drottni Jesú Kristi, en ekki þeim gildum mammons og auðæfaoflætis, annars vegar, helmyrkri guðleysins og guðsafneitunarinnar, sem nú þegar hefur valdið mannfélagi voru sem og öðrum mannfélögum, stórskaða. Sama er að segja um menntunina. Vinnum að því að kristin kærleikstrú blómstri, en ekki botnlaust myrkur guðleysisins og guðsafneitunarinnar.

Endalaus niðurskurður, einkum til líknarþjónustunnar, og annarrar lífsnauðsynlegrar þjónustu, sem jafnframt varða almannavarnir, er maðkaður ávöxtur þess, að horfið hefur verið frá hinum kristilegu gildum aldanna, þar sem mannúð, líkn, og umhyggja hefur verið höfð að leiðarljósi, og er í raun enn haft að leiðarljósi, af hálfu þeirra, er játa kristna trú í raun og sannleika, og þar með það siðferði, sem af þeirri kærleikstrú leiðir, grundvallað á konungi kærleikans, Drottni Jesú Kristi.
Hjálpræði Drottins er óendanlegt í Jesú Kristi. Og Drottinn notar ófullkomna menn, karla sem konur, í þjónusti sinni, að hjálpa öðrum, hver sem staða þeirra og stétt er. Þeir eru síður en svo fullkomnir, en samt vinna þeir kærleiksverk í víngarði Drottins. Og kærleiksverk Drottins geta allir unnið, hver sem stétt þeirra og staða er. Guð blessi sérstaklega alla þá, sem eru farvegir líknandi og frelsandi náðar Guðs. Guð blessi alla vora meðbræður og systur, nær sem fjær.
Einn af ávöxtum kristinnar kærleikstrúar er, að sjúkir, þ.m.t. veik börn og aldraðir hafa notið umönnunar og líknar, og björgunrar, nær sem fjær. Ein fegurstu dæmin sjáum vér ekki síst hjá mannvininum og kristniboðslækninum Albert Schweitzer, sem reisti sjúkrahús í Mið-Afríku og starfaði þar sem kristniboðslæknir í rúma hálfa öld; sama er að segja um mannvininn systur Móður Theresu, sem starfaði nær allt sitt líf í kristinni líknarreglu, að líkna og miskunna sínum minnstu meðbræðrum og systrum.
Það hefur t.d. kirstniboðs- og líknarstarfsemi kristniboðanna einnig sannað, eins og ómetaleg líknar, uppeldis- og kristniboðsstörf Íslensku kristniboðanna, bæði í Kína, í Eþíópíun og Kenýju, og þá ekki síst varðandi söfnuðinn í Chepareria. Sama má segja varaðandi ómetanleg kristileg líknar, uppeldis- og kristniboðsstörf Kaþólskara, hér á landi, um aldamótin 1900, bæði með stofnun kristilegs skóla, kirkju, að ekki sé talað um kristileg líknarstörf Kaþólsku systranna, nær sem fjær, sem m.a. reistu hér á landi sjúkrahús í upphafi 20. aldar, sem og Hringssystrunum, sem enn þann dag í dag vinna að varðveislu og uppbyggingu barnaspítala. Þá má ekki heldur gleyma ómetanlegu kristniboðs- og líknarstarfi Hjálpræðishersins, nær sem fjær, o.s.frv.

Og allt það óeigingjarna og vanmetna starf, sem heilbrigðisstéttirnar vinna nú í dag, innan og utan sjúkrahúsa, starf lækna, hjúkrunarfólks sem og alls annars heilbrigðisstarfsfólks, þ.m.t. þeirra, sem sjá um öryggisgæslu, ræstingar, o.s.frv. Og þá jafnframt starf björgunarfólks, slökkviliðs- og sjúkraflutningamannsins, lögreglumannsins, bráðaliðins, og önnur störf ummönnunar, uppeldis, og sálgæslu, starf prestsins, kristniboðans og kennarans, og svo má lengi halda áfram að telja; í raun nær sem fjær; hér er m.a. um að ræða þau gildi kristins og siðaðs mannféls, sem mölur og ryð fær ekki eytt.

Nú er þessum ávöxtum sérstaklega ógnað, í afkristnun og afsiðun mannfélagsins í dag, sem veður fram með guðleysið og siðblinduna eina að vopni; ekki bara á Íslandi, heldur um víða veröld, vegna þess, að byggt hefur verið allt of mikið á sandi heimshyggjunnar, í stað hinnar kristnu kærleikstrúar aldanna.

Mannvinurinn og kristniboðslæknirinn, Albert Schweitzer, reisti sjúkrahús árið 1913, í Lambarene við Ógówefljót í Frönsku Miðbaugs-Afríku, (Sigurbjörn Einarsson /Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 81), og starfaði þar sem kristniboðslæknir í rúma hálfa öld, vissulega með aðstoð góðs fólks, ekki síst eiginkonu sinnar; enda starfaði Schweitzer á kristniboðsstöð Franskra Mótmælenda í Lambarene, eða í nágrenni við hana, og hafði náin kynni og samvinnu við kristniboða, bæði Rómverks-Kaþólska og Evangelíska. (Sigurbjörn Einarsson/ Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 250).

Þannig lýsti Schweitzer kynnum sínum, af kristniboðinu, eftir þriggja ára veru í Lambarene, og fórust m.a. orð á þessa leið:

,,Ég ber einlæga lotningu fyrir því starfi, sem amerískir kristniboðar hófu hér og franskir kristniboðar hafa haldið áfram. Þeir hafa mótað hugsun innlendra manna, í mannlegum og kristilegum skilningi, á þann veg, að það myndi sannfæra jafnvel ramma andstæðinga kristniboðs um það, að kenning Jesú megnar mikið gagnvart frumstæðum mönnum." (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 250).

Schweitzer hefur lagt mikla áherslu á að minna á það, sem kristniboðið hefur gert til líknar og hjálpar Afríkumönnum. Þeir hafa bætt líkamleg mein innlendra og kennt þeim hagnýta hluti, ,,auk þess sem þeir hafa frætt þá um Jesúm Krist." (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 250).
Schweitzer leggur einnig mikla áherslu á það, að gleyma aldrei að líta sér næst. (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 272-275). Líknarþjónustan, og önnur ómetanleg störf mannúðar, björgunar og uppfræðslu, og þar með ómetanleg og óeigingjörn störf heilbrigðisstarfsfólks og annarra, sem varðveitt hefur verið hér á landi, í rúma öld sem arfleifð og ávöxt kristinnar kærleikstrúar aldanna, verður að varðveita. Guð gefi, að stjórnvöldum beri gæfu til að taka ekki þá skammsýnu og óskynsamlegu ákvörðun, að grípa til siðferðilega vafasamra fjöldauppsagna heilbrigðisstarfsfólks og annarra þeirra, sem að björgunar, og mannúðarstörfum vinna - afleiðingarnar verða aldrei metnar til fjár. Hér er að auki verið að spara eyrinn, en henda krónunni, einkum vegna þess, að þeim, sem sagt verður upp, munu flestir fara á atvinnuleysisbætur frá ríkinu. Í raun mun ekkert sparast í heild sinni, einkum þegar til lengri tíma er litið, fyrir utan þá lífshættu og þjáningar, sem munu þá því miður bíða fjölda sjúklinga, með ófyrirsjánlegum afleiðingum; hreinum harmleik.

Það er gleðilegt að geta sagt frá því, að hin ómetanlega líknarstarfsemi Alberts Schweitzers og vina hans í Lambarene, er enn starfrækt, sem lýsir eins og ljós í myrkrinu, og að mestu leiti fyrir frjáls framlög. E.t.v. verður líknarþjónusta framtíðarinnar, sem er vissulega í órofa samhengi varðveislu kristinnar kærleikstrúar aldanna sem og markvissu kristniboði, starfrækt í sífellt meira leiti fyrir frjáls framlög, bæði nær sem fjær, enda tæplega mögulegt að treysta fallvöltum stjórnmálamönnum, nær sem fjær, sem tapað hafa að verulegu leiti siðferðilegum skuldbindingum, að starfrækja líknarþjónustuna, á sama tíma og þeir leggja almannafé í sífellt auknum mæli í dýr „gæluverkefni“, með óhóflegum skattahækkunum, þar sem vegið er sérstaklega að heimilinu og fjölskyldunni, og forgangsraða í fjárlögum ríkisins, á erfiðum krepputímum, á mjög óskynsamlegan, siðlausan, siðblindan og ómannúðlegan hátt, þar sem ekki er einu sinni tekið sem skyldi, tillit til veikra barna, ég segi ekki meira!
Þvert á móti, ætti á slíkum tímum sem í dag, að verja enn meiri fjármunum til verferðar- og mannúðarmála; fyrr var þörf, nú er nauðsyn!
Varnaðarorð skynsamra og ábyrgra aðila, sem m.a. hafa komið fram í fjölmiðlum, nú nýverið, einkum varðandi líknarþjónustana (heilbrigðismálin), láta margar af hinum sjálfumglöðu ríkisstjórnum, m.a. vesturlanda, sem vind um eyrun þjóta, enda tíðarandinn orðinn slíkur í afkristnuðu og afsiðuðu mannfélagi nútímans, að mannslífið er lítils sem einskis metið, ekki einu sinni barnanna!
Á sama hátt og þær þjóðir, sem eiga nýlendur, verða að láta sér skiljast, að þær beri sína sérstöku ábyrgð, einkum varðandi líknarþjónustuna (heilbrigðismálin), og verði að bæta fyrir syndir fyrri tíma, (Sigurbjörn Einarsson/Armbjörn Kristinsson, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 178), verða þær landsstjórnir, sem vilja geta verið nefndar ábyrgar og siðaðar lýðræðisstjórnir, að bera sína ábyrgð varðandi þá miklu uppbyggingu, sem orðið hefur í viðkomandi réttarrríki, a.m.k. varðandi þá þjónustu, sem varðar líf og dauða fólks, þ.m.t. barna og eldri borgara mannfélagsins. „En ríkisvald gerir aldrei neitt nema hugarfar almennings sé á bak við. Og ríkin leysa aldrei það mannúðarhlutverk, sem hér kallar að.“ (Sigurbjörn Einarsson/Armbjörn Kristinsson, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 178). Því miður virðast þessi orð aldrei hafa átt betur við í dag, og þá bæði varðandi „fyrrverandi“ nýlendur sem og fullvalda lýðræðisríki, þ.m.t. Ísland. Því má álykta, að þá grunnþjónustu, sem bæði lagalega og siðferðilega er skylt að veita þegnum viðkomandi lands, alla þá þjónustu, sem raunverulega er hægt að veita, og varðar beint líf og dauða veiks fólks, er sett í hættulegt uppnám, sem aldrei verður metið til fjár. Þar að auki leggja siðblind stjórnvöld enn fleiri steina í götu þeirra, sem eru sjálfstætt starfandi, hvort sem um er að ræða líknarþjónustuna, uppeldis- og skólastarf. Við slíkt verður aldrei hægt að una, hvort sem um er að ræða mannúðarþjónustu, sem rekin er opinberlega, eða sem sjálfseignarstofnun (einkarekstur), þar sem tryggt yrði, að allir hlytu þeirrar mannúðarþjónustu notið, án tillits til efnahags.
Hinar siðblindu ákvarðanir miskunnarlausra landsstjórna, sem byggja á skeytingarleysi miskunnarlauss tíðaranda, kunna ekki að getað valdið ótímabærum dauðsföllum; það er því miður aðeins spurningin um það, hversu mörg „fórnarlömb“ hins siðblinda niðurskurðar til lífsnauðsynlegrar mannúðarþjónustu, munu verða, að ekki sé talað um þá þjónustu, sem er beint upp á líf og dauða komin, og kemur inn á svið almannavarna.
Samhliða þessum gjörningum, eru óhóflegar skattahækknair, sem munu leiða til enn meiri landsflótta, frá þeim ríkjum, sem þannig er háttað um, en þegar er orðið.
Eitt óskynsamlegasta, miskunnarlausasta, siðlausasta, og siðblindasta sjónarmið fer um hinn vestræna heim, eins og „banvænn“ faraldur, að alls ekki megi skattleggja inngreiðslur lífeyrissjóða, sem er ein skynsamlegasta og sú mannúðlegasta tillaga, sem þverpólitísk sátt ætti að vera um – vissulega ekki afturvirkt. Siðblinda og siðleysi þeirra, sem hafna þessari lífnauðsynlegu tillögu, á sama tíma, og jaðrar við þjóðargjaldþrotum, vegna heimskreppunnar, víða um hinn vestræna heim, er svo miskunnarlaus og skeytingarlaus, bæði gagnavart „blæðandi“ heimilum, atvinnurekstri- og uppbyggingu, auk þeirrar fyrrnefndru mannúðarþjónustu, einkum þá líknarþjónustunnar, sem er upp á lif og dauða samborgara mannfélagsins komin, og er land vort hér engin undantekning. Hinir borgaralegu lýðræðisflokkar, auk verkalýðsleiðtoga, bæði hér á landi sem og annars staðar, hafa margoft haldið þessu siðferðilega og skynsamlega sjónarmiði fram, við litlar undirtektir forræðishyggjuflokkanna. Því miður, þá er einnig talið berta af hálfu forræðishyggjuflokkanna, að saklaus börn flosni upp, jafnvel þótt það leiði þau inn á braut eiturlyfja; eru brostin heimili, þeirra sök? Hinum siðblindu varðar ekkert um þau, frekar en veiku börnin sem og öðru veiku fólki, þ.m.t. geðfötluðum sem og áfengissjúklingum og öðrum vímuefnasjúklingum, sem siðblindur niðurskurðarhnífurinn ógnar, í bókstaflegri merkingu þess orðs.
Þetta yrðu í senn of „léttbærar“ skattahækknir, og gætu á raunhæfan hátt, í senn styrkt heimilin, fjölskyldurnar og fyrirtækin í landinu, sem þar með kæmu hjólum atvinnulífsins af stað og atvinnuleysi myndi minnka mikið; að ekki sé talað um hversu mörgum mannslífum mætti bjarga, bæði varðandi löggæslu- og heilbrigðismál; það bara verður að „rústa“ þeim heilbrigðiskerfum, m.a. hér á landi, sem til þessa, hefur verið eitt hið besta á heimsmælikvarða, sem og löggæslunni, þótt slíkur verknaður núverandi landsstjórna, myndi kosta ófá mannslíf, einkum veiks fólks, þ.m.t. veikra barna! Engum skal hlíft í hinum siðblinda niðurskurði guðlauss, miskunnarlauss hugsunarháttar, ekki einu sinni veikum börnum!

Og hér á landi: Jafnframt skulu saklaus börn þessa lands, fædd sem ófædd, skuldsett á undarlega samsettu altari undirlægjuháttar og valdnýðslu, gagnvart kúgunarvaldi „fyrrverandi“ nýlenduvelda, sem kemur ekki síst fram í þeim okurvöxtum, sem engin önnur Evrópuþjóð þyrfti að taka á sig!

Ég tek svo sannarlega ofan fyrir hæstvirtum forseta lands vors, herra Ólafi Ragnari Grímssyni, að vísa hinum umdeildu Ice-save lögum til almennrar þjóðaratkvæðagreiðlsu, samkvæmt 26. grein Stjórnarskrá lýðvldisins Íslands!

Í ævisögu mannvinarins og kristniboðslæknisins, Alberts Schweitzers, segir orðrétt, í niðulagi kaflans, „FRÁ BÆJARDYRUM“:
„... . Hver maður er kallaður til þess að fórna öðrum mönnum hluta af lífi sínu. Fórn eins getur virzt ósjáleg. Fórn annars er áberandi. Enginn skyldi annan dæma. Það er hvers og eins leyndarmál, hvaða fórn hann færir. „En allir skulum vér vita, að þá fyrst fær líf vort sitt sanna gildi, þegar vér lifum eitthvað af sannleika orðanna: Hver, sem týnir lífi sínu mun finna það.““ (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 275).

Opnum hjörtu vor fyrir Drottni Jesú Kristi og tökum á móti Honum inn í hjarta vort, já allt vort líf. Leyfum Hans dýrmæta blóði að renna um æðar sálarinnar, og hreinsa oss sífellt af allri synd. Þá dvelur Hann í hjörtum vorum og úthellir sínum Heilaga Anda yfir oss, Anda huggunarinnar, sem mun fullnast í ríki Hans við lok tímanna. Drottinn Jesús Kristur kemur aftur og tekur oss til sín heim, eins og Hann hefur gefið oss fyrirheit um, heim til Föðurins, upp þangað, þar sem engin sorg né þjáning er framar til, heldur eilíf gleði, þar sem eru endurfundur ástvina. Þar munum vér dvelja í eilífri dýrð í hinu eiginlega föðurlandi voru á himnum. Þann dýrðarsveig, er Hann gefur oss mun þá fullnast endanlega, er við dveljum í eilífri jólagleði í ríki Hans, hinum nýja himni og hinni nýju jörð. Þá verður fögnuður vor fullkominn. Séra Helga Hálfdánarsonar kemst svo að orði í þessu fagra sálmversi:

Ó, virztu, góði Guð, þann frið,
sem gleðin heims ei jafnast við,
í allra sálir senda,
og loks á himni lát oss fá
að lifa jólagleði þá,
sem tekur aldrei enda.
(Kingo – Sb. 1801 – Helgi Hálfdánarson)
(Sálmabók, 1972, bls. 67).

Ég enda þessa áramótahugvekju á þessari fögru þýðingu mannvinarins, kristniboðans og æskulýðsleiðtogans, Bjarna Eyjólssonar (1913-1972), ritstjóra í Reykjavík, á hinum fögru sálmversum Norska mannvinarins og kristniboðans, K.L.Reichelt (1877-1952), sem segir allt, sem skiptir máli varðandi það að fylgja Drottni Jesú Kristi sem einlægur lærisveinn Hans, í kærleikssamfélagi Hans:

Ó, DROTTINN, ég vil aðeins eitt:
Að efla ríki þitt.
Ó, þökk, að náð sú var mér veitt,
sem vakti hjarta mitt.
Ég verður, Jesús, ekki er
að eiga að vera´ í þínum her,
en vinarnafn þú valdir mér,
mig vafðir blítt að hjarta þér,
ó, hjálpa mér
að hlýðnast eins og ber.

Ó, lát mig fá að finna ljóst,
hve fólksins neyð er sár.
Mér gef þinn ástareld í brjóst
og einlæg hryggðartár.
Í ljósi þínu lát mig sjá
hvern lýð, sem neyð og heiðni þjá,
því neyðin hans er hróp frá þér
að hjálpa – eins og bauðstu mér -
að dauðastund
með djarfri fórnarlund.

Þá eitt ég veit: Mitt auga sér
þá undraverðu sín,
er langri ævi lokið er
og líf og kraftur dvín:
Ég sé þitt ríki sigur fær,
til sérhvers lýðs þitt frelsi nær,
og þessi mikli helgra her,
sem hjálp og lífið fann í þér,
þig, líknin blíð,
mun lofa alla tíð.

(Sálmabók 1972 - Reichelt – Bjarni Eyjólsson)
(Sálmabók, 1972, bls. 302-303).

Biðjum. Himneski Faðir, við felum þér nú á sérstakan hátt, alla þá einstaklinga, sem eiga erfitt á einn eða annan hátt, fyrir sjúkum, föngum og fátækum. Kom þú með þína frelsandi og líknandi náð og miskunn til hvers og eins þeirra, lækna þá og bæt úr hverju böli, fyrir Jesú Krist, Drottin vorn og Frelsara.
Amen.

Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá Háskóla Íslands, og er með rétt til embættisgengis til prestsembættis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Þórisson

Höfundur

Ólafur Þórisson
Ólafur Þórisson
Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá Háskóla Íslands, og hefur lögbundinn rétt til embættisgengis til prestsþjónustu. Höfundur er að vinna að MA-ritgerð um mannvininn og kristniboðslækninn Albert Schweitzer. Höfundur er einnig að vinna að greinaskrifum um Albert Schweitzer, sem birtast sérstaklega á þessari heimasíðu (bloggsíðu).
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband