Færsluflokkur: Menntun og skóli

HUGVEKJA: LÚKSARGUÐSPJALL, 10., KAPÍTULI, VERS 8-16:

Bæn: Ó, Guð þinn anda gefðu þinn,
er glæðir kærleik, von og trú,
og veit hann helgi vilja minn,
svo vilji‘ eg það, sem elskar þú.

Í Lúkasarguðspjalli, 10. kapítula, versum 8-16, stendur ritað:
,,... Og hvar sem þér komið í borg og tekið er við yður, þá neytið þess, sem fyrir yður er sett.
Læknið þá, sem þar eru sjúkir, og segið þeim: ,Guðs ríki er komið í nánd við yður.‘ En hvar sem þér komið í borg og eigi er við yður tekið, þá farið út á strætin og segið: ,Jafnvel það dust, sem loðir við fætur vora úr borg yðar, þurrkum vér af oss handa yður. Vitið samt þetta, að Guðs ríki er komið í nánd.‘ Ég segi yður: Bærilegra mun Sódómu á þeim degi en þeirri borg.
Vei þér, Korasín! Vei þér, Betsaída! Ef gjörst hefðu í í Týrus og Sídon kraftaverkin, sem gjörðust í ykkur, hefðu þeir löngu iðrast og setiðíð í sekk og ösku. En Týrus og Sídon mun bærilegra í dóminum en ykkur. Og þú Kapernaum! Verður þú hafin til himins? Nei, til heljar mun þér steypt verða.
Sá sem á yður hlýðir, hlýðir á mig, og sá sem yður hafnar, hafnar mér. En sá sem hafnar mér, hafnar þeim er sendi mig.“

Hér er fyrst og síðast um frelsun og eilífa sáluhjálp hvers einstaklings að ræða; hér er um að ræða eilífa sáluhjálp þess alkærleika, sem er Drottinn Jesús Kristur, sem leiðir síðan til allrar þeirrar miskunnar og líknar, sem eru meðal þeirra dýrmætustu ávaxta kristinnar kærleikstrúar aldanna, það að sjúkir verði læknaðir að sálu og líkama. Hér áréttast enn mikilvægi þeirrar einingar, sem verður að vera á milli kristniboðs og kristilegra líknarverka;í raun alls hins kristilega lífs, lífernis og köllunar. Órofa samhengi er milli björgunar eilífrar sálheillar mannsins sem og björgunar mannslífa og líknar og umönnunnar allra þeirra, sem þjást á einn eða annan hátt. Og hér er bænin, eins og varðar allt kristilegt líferni, lykillinn að frelsandi, og líknandi náð og miskunn Guðs, í Drottni vorum Jesú Kristi. Öllu skiptir, að varðveita þessa helgu kæleikstrú aldanna, sem byggist á hinu eina sanna bjargi aldanna, Drottni Jesú Kristi, og leiðir af sér miskunn og náð Drottins til allra, sem veita Honum viðtöku; auk allrar þeirrar líknar og miskunnar, sem bæn kristins manns er, og þá ekki síst líknarþjónustu til hinna sjúku, og varðar einnig kristilergt uppeldi og menntun, ekki síst barna og unglinga; þótt vissulega sé hið kristilega upppeldi, fyrst og fremst veitt af foreldrunum, enda hið kristilega heimili hyrningarsteinn kristins mannfélags, byggt á koningi konunganna, konungi kærleikans, Drottni Jesú Kristi.
Allir þeir tug milljarðar kr., sem renna til líknar- og heilbrigðismála t.d. hér á landi, mætti nýta á margfallt betri, mannúðlegri og skynsamari hátt, til varðveislu kristilegrar líknarþjónustu, þ.e. til þeirrar þjónustu, sem varðar líkn, umönnun og björgun mannslífa, en gert er í dag. Jafnframt er talinn eftir hver eyrir, sem rennur til þjónustunnar; allt vegna þess, að ekki er lengur byggt, að verulegu leiti, á því eina sanna bjargi aldanna, sem er Jesús Kristur, kærleikurinn holdi klæddur. Vissulega eru hér eftir leyfar af þeim kristna menningararfi, sem varðar ofangreinda líknarþjónustu; andi kærleikans – Krists Jesú – starfar samt sem áður enn í leynum, eins og mannvinurinn Albert Schweitzer orðar það (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 298), þrátt fyrir allt, sem lýsir eins og ljós í myrkrinu, eins og skýrt kom fram þrátt fyrir allt, varðandi síðustu landssöfnun varðandi sjúka. En guðleysið veður hins vegar áfram í allri sinni grimmd og miskunnarleysi, þar sem hvorki sálarheill mannsins, né mannslífið, er metið sem skyldi, og heilu deildum sjúkrahúsanna er lokað, vegna þess, að þau sjónarmið ráða því miður allt of miklu í mannfélagi voru, en þau sjónarmið, sem byggjast á hinni bjargföstu kærleikstrú aldanna, sem grundvallölluð er á koningi konunganna, konungi kærleikans, Jesú Kristi, Frelsara vorum og Endurlausnara.
Miskunnarleysi grimmdar, sinnuleysis og skeytingarleysis guðleysins er án nokkurra takmarka; eins og sagan sannar t.d. frá sl. öld, varðandi helstefnu Þriðja ríkis Hitlers nasismans sem og helstefnu stalínismans. Guðleysið var fyrir löngu orðið mikið, en afhjúpast hér á einstakan hátt í kreppunni. En miskunnsemd Guðs í Kristi Jesú er einnig takmarkalaus. Okkar er síðan valið; ætlum við að lifa með Kristi Jesú, eða ætlum við að hafna Honum, og þar með öllum Hans óendanlega kærleika, líkn, náð og miskunn; í raun eilífri sáluhjálp, og velja í staðinn myrkur guðleysisins og uppgjafarinnar, með öllum þeim andlega dauða, sem því fylgir. Verður fyrir Reykjavík, Kópavogi, Akureyri, eða hverjum öðum bæ eða sveitafélagi, hér á landi, eins og varð fyrir Kapernaum, Korasín og Betsaídu? Og á afkristnuð, guðlaus, og heiðin þjóð nokkuð annað skilið, en afkristnaða guðlausa, og heiðna ríkisstjórn, sem byggist einkum á helstefnu marxírsk/bolsévískrar hugmyndafræði? Guð gefi, að ofangreint eigi ekki við Íslenska þjóð, í heild sinni, heldur sé hér um fámennan jaðarhóp að ræða, sem kom t.d. fram í svívirðilegu ofbeldi, einkum gagnvart lögreglumönnum, sem voru í beinni lífshættu. Ég tek hér ofan fyrir þessum mönnum, sem núverandi stjórnvöld vega ómaklega að, og leggja líf lögreglumanna í lífshættu. Ég tek hér ekki síst ofan fyrir Geir Jóni Þórissyni, og fleiri lögreglumönnum, sem gerðu allt, sem í þeirra valdi stóð, af fyllstu ábyrgð, til að afstýra stórslysi. A.m.k. einn lögreglumannanna stórslasaðist, og þurfti að leggjast inn á sjúkrahús. Lífi þeirra er stefnt í bráðan voða, einkum með endalausum niðurskurði núverandi stjórnvalda, m.a. til löggæslunnar. Á sama tíma og miljörðum króna er eytt í aðildarviðræður við ESB (Evrópusambandið), er skorið miskunnarlaust niður til líknar- og heilbrigðismála sem og annarra velferðarmála, menntunar og lífsnauðsynlegrar þjónustu, sem varðar í senn almannheill og almannavarnir.

Vissulega þarf hins vegar í kærleika Guðs að ná til, og koma Fagnaðarerindinu um Jesú Krist, Drottin vorn og Frelsara, til þeirra einstaklinga, sem nú eru á villigötum; Guð hatar syndina, en elskar syndarann, og í raun hafa allir syndgað, og skortir Guðs dýrð, vegna syndarinnar. Allir þurfa að iðrast, og lifa síðan senn í iðrun og helgun. Guð gefi, að þjóð vor læri að þekkja sinn vitjunartíma, og taki á móti Kristi Jesú sem sínum persónulega Frelsara inn í hjarta sitt og allt sitt líf, og leggi allt sitt traut á Hann. Guð gefi einnig, að við taki ný, ábyrg, skynsöm og borgaraleg lýðræðisleg ríkisstjórn, sem leiti náðar og leiðsagnar Drottins í Kristi Jesú, og leggi allt sitt traust á Hann, og þori áfram, að biðja Íslandi og Íslenskri þjóð, Guðs blessunar, en byggi ekki á helstefnu guðleysisins og heiðindómsins, og þá hvorki á heimshyggju auðæfaoflætisins, né helstefnu marxísk/bolsévískrar hugmyndafræði.
T.d. kemur fram í ævisögu mannvinarins og kristniboðslæknisins Alberts Schweitzers, (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 185), að stuttu eftir byltingu kommúnista/bolsévíka í Rússlandi, hafi, að öllu líkindum, komið fram undarleg ólyfjan bolséískrar ofsatrúar og frumstæðrar forneskju, en hin síðarnefnda var fyrir í Lambarene í Afríku. Svonefndir hlébarðamenn, sem var nokkurs konar leyniregla innan frumstæðrar forneskju, sem var landlæg forneskja í sumum ríkjum Afríku, höfðu haft sig óvenjumikið í frammi. ,,Svo virtist sem þessi ófögnuður væri að magnast. Hugsanlegt, að ekki væri aðeins um landlæga forneskju að ræða, heldur innflutta pólitík jafnframt, bolsévíska ofsatrú.
Fyrir tveim árum hafði maður verið myrtur á kristniboðsstöðinni í Lambarene. Morðinginn var hlébarðamaður.“ (Sigurbjörn Einarsson/Arnbjörn Kristinsson, 1955, Albert Schweitzer, Ævisaga, bls. 185). Guði sé lof, að þá upprætti kriniboðið þetta andlega krabbamein af samblandi þessara ólyfjan marxískrar/bolsévískrar ofsatrúar og helstefnu og frumstæðrar forneskju, og kristin kærleikstrú og ávextir hennar blómströðu í staðinn, og leiddu m.a. af sér líkn og miskunn, í stað grimmdar og morða. Og í dag sjáum við því miður þessar sömu helstefnur guðleysins og heiðindómsins, m.a. marxísk/bolsévískrar ofsatrúar, ekki síst í Afríku, þar sem m.a. stúlkubörn eru hneppt í kynlífsþrælkun, og drengir og stúlkur eru hneppt í vinnuþrælkun, og drengir eru hnepptir í hernað, og gerðir að lifandi fallbyssufóðri. Ekkert annað en skipulagt og markvisst kristniboð getur upprætt þetta andlega krabbamein; það sannar sagan svo sannarlega, sbr. ofangreint dæmi, varðandi sögu Lambarene, í Mið-Afríku.
Hér, eins og varðandi allt annað, er eina lausnin kröftugt og öflugt kristniboð, sem upprætir m.a. þessa glæpi, og það myrkur þeirra helstefna guðleysisins og heiðindómsins, sem byggt er á, hvort sem m.a. er um að ræða frumstæða og/eða marxísk/bosévíska ofsatrú og helstefnu.

Séra Mattías Jochomsson kemst svo að orði í þessu sálmversi sínu:

Ó, lít á þeirra hryggðarhag,
sem heiðnin blindar nótt og dag,
ó, kveik þeim ljós, ó, send þeim sól,
ó, sýn þeim Jesú náðarstól.

Nei, það verður að snúa vörn í sókn. Vel má vera, að land vort sé orðið að meiri kristniboðsakri, en við gerum okkur grein fyrir; ef til vill hefur það verið kristniboðsakur um miklu lengra skeið, en við höfum gert okkur grein fyrir, þegar við vöknum nú loks af þyrnirósarsvefni, í kjölfar afhjúpunar kreppunnar á þeim grundvallargildum, sem fyrir eru, eða öllu heldur hafa laumað sér inn í kristið mannfélag, og við ekki séð vel illgresið, mitt í allri velmeguninni. Hér gæti e.t.v. verið einstakt tækifæri fyrir markvisst heimatrúboð, þar sem um væri að ræða uppbyggingu og varðveislu sáluhjálplegrar trúar og ávaxta hennar, og gæti þáttur kristninnar, ef rétt er staðið að málum, orðið miklu stærri og markvissari, bæði varðandi líknarþjónustuna og menntunina. Hér er, eins og ég hef áður rætt, órofa samhengi milli kristniboðs og kristilegrar starfsemi, nær sem fjær. Hér er kristniboðið grundvallaratriði, nær sem fjær, og kemur bæði skýrt fram í ofangreindum orðum Jesú Krists, sem eru í órofa samhengi við kristniboðsskipunina.
Og gleymum hér aldrei hinni réttu byrjun, sem er bæn kristins manns, sem beðin er í Jesú nafni; bænin er hér lykillinn að náð, miskunn og líkn Drottins í Kristi Jesú. Bænin er lykillinn að því, að miðla öðrum, ekki síst hinum sjúku sem og öllum öðrum, frelsandi og líknandi náð, miskunn og lækningu Drottins Jesú Krists, og þá ekki síst til þeirra, sem í neyð eru, nær sem fjær. Án bænarinnar, yrði allt annað kristilegt starf andlaust og í raun byggt á sandi, í stað þess, að hafa að leiðarljósi þá frelsandi, og líknadi og náð og miskunn Drottins í Kristi Jesú, sem ætíð grundvallast á hinu eilífa bjargi aldanna, Drottni Jesú Kristi, konungi kærleikans, konungi kongunanna.
Opnum öll hjarta okkar fyrir Drottni Jesú Kristi og meðtökum Hans Heilaga Anda, og leifum Honum að lifa og starfa í okkur, lifa í iðrun og helgun, vitandi að við erum breysk og syndug og Hans ekki verð; samt kemur Hann til okkar að fyrra bragði, og gefur okkur sinn eina sanna frið, en ekki eins og heimurinn gefur; ávöxtum því í Hans nafni, þeim talentum, sem Hann hefur fengið okkur til að ávaxta í ríki Hans, kærleikans. Ef við höfnum honum, erum við að grafa okkar eigin gröf andlegs dauða. Ef við veitum Honum viðtöku, öðumst við eilífa lífið með Honum og þeim, er sendi Hann, Föðurnum á himnum, í einingu Heilags Anda. Meðtökum Hann því inn í hjarta vort, já allt vort líf, Hann, sem gaf líf sitt fyrir okkur öll á krossi, en fullnaði sigur sinn með upprisu sinni. Þá verður fögnuður vor fullkominn, sem fullnast mun síðan á himnum.
Mannvinurinn, kristniboðinn og æskulýðsleiðtoginn, Bjarni Eyjólsson (1913-1972), ritstjóri í Reykjavík, kemst svo að orði í þessari fögru þýðingu hans á hinum fögru sálmversum Norska mannvinarins og kristniboðans, K.L.Reichelt (1877-1952), sem segir allt, sem skiptir máli varðandi það að fylgja Kristi sem einlægur lærisveinn Hans, í kærleikssamfélagi Hans, enda miðlaði hann einnig frelsandi og líknandi náð Drottins vors Jesú Krists, ekki síst í bæninni; Ég enda með þessum fögra sálmversum:

Ó, DROTTINN, ég vil aðeins eitt:
Að efla ríki þitt.
Ó, þökk, að náð sú var mér veitt,
sem vakti hjarta mitt.
Ég verður, Jesús, ekki er
að eiga að vera´ í þínum her,
en vinarnafn þú valdir mér,
mig vafðir blítt að hjarta þér,
ó, hjálpa mér
að hlýðnast eins og ber.

Ó, lát mig fá að finna ljóst,
hve fólksins neyð er sár.
Mér gef þinn ástareld í brjóst
og einlæg hryggðartár.
Í ljósi þínu lát mig sjá
hvern lýð, sem neyð og heiðni þjá,
því neyðin hans er hróp frá þér
að hjálpa – eins og bauðstu mér -
að dauðastund
með djarfri fórnarlund.

Þá eitt ég veit: Mitt auga sé r
þá undraverðu sín,
er langri ævi lokið er
og líf og kraftur dvín:
Ég sé þitt ríki sigur fær,
til sérhvers lýðs þitt frelsi nær,
og þessi mikli helgra her,
sem hjálp og lífið fann í þér,
þig, líknin blíð,
mun lofa alla tíð.
(Sálmabók, 1972, Reichelt – Bjarni Eyjólsson, bls. 302-303, 537, 545).

Biðjum. Himneski Faðir, við felum þér nú á sérstakan hátt, þjóð vora og ættjörð, og alla þá einstaklinga, sem eiga efitt á einn eða annan hátt, fyrir sjúkum, föngum og öðrum sem og fjölsyldum þeirra allra. Við biðjum fyrir öllum okkar meðbræðrum og systrum, nær sem fjær. Lát okkur ætíð vera minnig neyð náungans. Kom þú með þína frelsandi og líknandi náð og miskunn til hvers og eins þeirra, lækna þá og bæt úr hverju böli, fyrir Jesú Krist, Drottin vorn og Frelsara. Amen.

Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá HÍ., og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu, og er að vinna að riti/ritgerð um mannvinninn og kristniboðslækninn, Albert Schweitzer, einkum varðandi guðfræði hans, á svið nýjatestamentisfræða.


Um bloggið

Ólafur Þórisson

Höfundur

Ólafur Þórisson
Ólafur Þórisson
Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá Háskóla Íslands, og hefur lögbundinn rétt til embættisgengis til prestsþjónustu. Höfundur er að vinna að MA-ritgerð um mannvininn og kristniboðslækninn Albert Schweitzer. Höfundur er einnig að vinna að greinaskrifum um Albert Schweitzer, sem birtast sérstaklega á þessari heimasíðu (bloggsíðu).
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband