NEI VIÐ ICESAVE!!!!

Hvaða fjármálaóreiðumenn er verið að vernda, með hugsanlega ólögmætum hætti, með Icesave samningnum, sem samþykktur var á Alþingi Íslendinga í febrúar sl., og hæstvirtur forseti lýðveldisins Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, tók þá drengilegu ákvörðun, ekki síst á grundvelli undirskrifta- söfnunar mjög fjölmenns hóps Íslendinga, að synja lögunum samþykkis, og vísa málinu til þjóðaratkvæðagreiðslu, annað hvort til samþykkis eða synjunar. Þær ofríkisþjóðir, "fyrrverandi nýlenduþjóðir", sem hika ekki við að beita smáþjóðir ofríki, - sem þær hafa gert gagnvart fjölda smáþjóða í miklum mæli, sem sagan sannar, - yrðu þá óhjákvæmilega, ef einhver lágmarksskynsemi fyrirfinnst á annað borð hjá þeim, að heimta umræddar innistæður af tiltölulega fámennum hópi fjármálaóreiðumanna; hugsanlega er hér annars um ólögmæta háttsemi að ræða, sem vel hugsanlega getur verið skaðabótaskyld.

Ég tek svo sannarlega ofan fyrir hæstvirtum forseta lýðveldisins Íslands, herra Ólafi Ragnari Grímssyni sem og fyrrverandi hæstvirtum forsætisráðherra, Davíð Oddssyni, að svo sannalega á Íslenska þjóðin, alls ekki að þurfa að greiða innistæðuskuldir fjármálaóreiðumanna, sem kom réttiega fram hjá honum í Kastljósi Rúv, haustið 2008.

Hér verður að fá skýra lagalega niðurstöðu, jafnvel þótt málið færi þá fyrir dómstóla; margt myndi þá mjög líklega koma upp á yfirborðið, sem alþjóð hefur enn enga vitneskju um; að byggja málið á hlutdrægum pólitískum grundvelli, er ekkert annað en eins og að byggja á sandi; hér verður að byggja á traustum lagalegum forsendum, samkvæmt meginreglu Íslenskt réttarfars sem og alþjóðaréttar, þar sem byggt er á almennt viðurkenndum réttarreglum - hvort sem er að landsrétti eða alþjóðarétti -, sem eru túlkaðar með almennt viðurkenndri lagalegri aðferð, sem er eitt af því grundvallaratriði Íslenskt réttarfars, sem kennt er í Almennri lögfræði við Lagadeild Háskóla Íslands. Og öll ríkin þrjú, Ísland, Holland og Bretland, eiga víst að teljast til réttarríkja! Annað er að byggja á óskynsamlegu og óljósu pólitísku mati, sem hefur ekkert með lagalega niðurstöðu að ræða; m.ö.o. á pólitískri geðþóttaákvörðun. Hér verður einnig rökrétt skynsemi að vera höfð að leiðarljósi, en alls ekki óskynsamleg geðþóttaákvörðun!

Guð gefi, að kristin kærleikstrú aldanna og siður, megi á nýjan leik gegnsýra Íslenskt mannfélag sem og öll önnur mannfélög!
Guð blessi Ísland og Íslenska þjóð sem og alla aðra bræður vora og systur, nær sem fjær!!

Ég enda á sálmversum séra Matthíasar Jochumssonar:

Upp, þúsund ára þjóð,
með þúsund radda ljóð.
Upp allt, sem er og hrærist,
og allt, sem lífi nærist.
Upp, harpa Guðs, þú heimur.
Upp, haf og landageimur.

Krjúp lágt, þú litla þjóð,
við lífsins náðarflóð.
Eilífum Guði alda
þú átt í dag að gjalda
allt lánsfé lífs þíns stunda
með leigum þúsund punda.

Upp, upp, þú Íslands þjóð
með eldheitt hjartablóð,
Guðs sólu signd er foldin
öll sekt í miskunn goldin:
Þú átt, þú átt að lifa
öll ár og tákn það skrifa.

Kom Jesú Kristí trú,
kom, kom og í oss bú,
kom, sterki kærleikskraftur,
þú kveikir dáið aftur.
Ein trú, eitt ljós, einn andi
í einu fósturlandi.

Guð faðir, lífs vors líf,
þú lands vors eilíf hlíf,
sjá, í þér erum, hrærumst,
og af þér lifum, nærumst,
þú telur minnstu tárin
og tímans þúsund árin.

Matthías Jochumsson

(Sálmabók, 1972, bls. 503 - 504).

Og munum, að umrædd pund, eru ekki veraldlegur fjársjóður eða innistæðureikningar og skuldir, heldur sá fjársjóður, sem mölur og ryð fær aldrei grandað!

Með vinsemd og virðingu og óskum um Guðs blessun!

Ólafur Þórisson, cand. theol.

Höfundur er með embættispróf í Guðfræði frá Háskóla Íslands og er með lögbundinn rétt til embættisgengis til prestsþjónustu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Þórisson

Höfundur

Ólafur Þórisson
Ólafur Þórisson
Höfundur er með embættispróf í guðfræði frá Háskóla Íslands, og hefur lögbundinn rétt til embættisgengis til prestsþjónustu. Höfundur er að vinna að MA-ritgerð um mannvininn og kristniboðslækninn Albert Schweitzer. Höfundur er einnig að vinna að greinaskrifum um Albert Schweitzer, sem birtast sérstaklega á þessari heimasíðu (bloggsíðu).
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband